Í svari við fyrirspurn Bloomberg fréttaveitu segir matsfyrirtækið Moody's að það muni líklega lækka lánshæfiseinkunn Íslands ef Icesave-samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Horfum yrði þá líklega breytt úr stöðugum í neikvæðar.

„Ef samningarnir verða felldir munum við líklega lækkað einkunn Íslands í Ba1 eða lægra, að gefnum neikvæðum eftirköstum sem myndu fylgja,“ segir í svari Moody's. Segir að höfnun samninganna muni hafa neikvæð áhrif á efnahags- og fjármálalegan stöðugleika.