Dilma Rousseff, hinn vinstrisinnaði forseti Brasilíu, sem hefur verið tímabundið vísað úr starfi fer nú fyrir dóm fyrir að gefa rangar upplýsingar um stöðu ríkisfjármála.

Ef marka má frétt Financial Times um málið , þá er líklegt að Michel Temer, sem var varaforseti, taki við af Rousseff. Hann situr í forsetastóli á meðan þingið ræðir hvort eigi að sækja hana til saka.

Kosið verður um framtíð Rousseff í brasilíska þinginu í næstu viku. Talið er líklegt að um tveir þriðju vilji að hún fari fyrir dóm. Rousseff heldur fram sakleysi sínu samkvæmt frétt Reuters .

Staðan á hagkerfi Brasilíu hefur gífurlega slæm og því eru miklar vonir bundnar við herra Temer. Vonast er til að hann geti komið fjármálastöðu Brasilíu í samt lag.

Fjármálamarkaðir hafa hækkað í kjölfar frétta þess efnis að Temer og hans hægrisinnaða ríkisstjórn virðist líkleg til að taka við stjórntaumunum.

Til marks um að forsetatíð Rousseff gæti endað illa er að hún hefur nú þegar hafið flutninga frá forsetasetrinu í Brasilíu.