Samtök atvinnulífsins (SA) munu kynna í dag nýtt kynna í dag tilboð sem á að koma til móts við kröfur Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um sérstaka hækkun lægstu launa. Í Morgunblaðinu í dag segir að frá því slitnaði upp úr viðræðum SA og ASÍ á dögunum hafi farið fram viðræður á vettvangi landssambanda. Jafnframt hafi verið óformlegar viðræður forystumanna. Síðustu viðræðurnar fór fram nú um helgina.

Í Morgunblaðinu segir enn fremur að fulltrúar félaga úti um landið hafa verið beðnir um að vera í startholunum með að koma í bæinn, ef tillögurnar gefa tilefni til að ætla að samningar komist aftur á skrið.