Talið er mjög líklegt að Frank-Walter Steinmeier, frambjóðandi Sósíaldemókrata og utanríkisráðherra Þýskalands, verði næsti forseti Þýskalands. Staða forseta Þýskalands er að stóru leyti formlegs eðlis, en þó er ákvörðunin talin vera mikið bakslag fyrir Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Merkel var treg til þess að styðja Steinmeier í stöðu forseta, en flokkur hennar, Kristilegi demókrataflokkurinn, átti í erfiðleikum með að finna betri frambjóðenda. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið formlega tilkynnt enn, þá eru talið gífurlega líklegt að það verði gert á næstu misserum í kjölfar stuðnings CDU (Kristilega demókrataflokksins).

Steinmeier, sem er sextugur, mun taka við stöðunni af hinum 76 ára gamla Joachim Gauck, sem mun hætta afskiptum af stjórnmálum í lok kjörtímabilsins.

Forseti Þýskalands er valinn á kjörmannafundi sitjandi þingmanna og fulltrúa þýsku sambandslýðveldanna.