Mikil spenna er vegna yfirstandandi hluthafafundar í hollenska félaginu Stork sem haldinn er út af tillögu um að brjóta félagið upp og selja þrjár að fjórum megin stöðum fyrirtækisins. Financial Times segir í frétt í dag að líklegt sé að meirihluti hluthafa samþykki þá tillögu í andstöðu við stjórn félagsins.

Það eru fjárfestingasjóðirnir Centaurus Capital Ltd. í Bretlandi og Paulson & Co. Inc.í Bandaríkjunum sem lögðu fram tillöguna um uppskiptin. Þau vilja að yfirmenn Stork einbeiti sér að Stork Aerospace sem er ein af fjórum rekstrareiningum félagsins en selji hinar þrjár, þ.e. Stork Prints, Stork Food Systems og Stork Technical Service.

Hér á landi ríkir einkum spenna vegna aðkomu Marels að málinu, en Marels á aðild að 8% hlut í félaginu í gegnum eignarhaldsfélagið FLM. Sá hlutur hefur verið talin lýsa vilja Marels yfir að tryggja sér aðgang að borðinu komi til uppskipta á félaginu. Þar mun einkum vera um að ræða áhuga á Stork Food Systems sem er í líkum rekstri og Marel.