Greiningardeild Glitnis telur að mögulega muni Teymi og Eimskip íhuga afskráningu á næstunni. Þetta kemur fram í afkomuspá greiningardeildarinnar fyrir annan ársfjórðung.

Þar segir að bréf í báðum félögum hafi lækkað hratt í verði að undanförnu og nokkur óvissa sé um stöðu þeirra vegna mikillar skuldsetningar. Mögulegt er að stjórnendur velji að afskrá félögin á meðan unnið er úr stöðu þeirra.

Teymi [ TEYMI ]hefur lækkað um 71% það sem af er ári – mest félaga í Kauphöll Íslands – og Eimskipafélagið [ HFEIM ] hefur lækkað um 59%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.