Hagvísar OECD ríkjanna gefa til kynna að á hagkerfi svæðisins hægi á næstunni. Gögn frá desember 2007 gefa til kynna versnandi útlit fyrir öll sjö stóru efnahagskerfin innan þess, en einnig sýna nýjustu gögn að ríki utan svæðisins að niðursveifla kunni að vera í vændum í Kína, en áframhaldandi þensla í Brasilíu, Indlandi og Rússlandi.

Vísitala hagvísanna fyrir OECD svæðið lækkaði um 0,3 stig í desember og var 2,1 stigi lægri en í sama mánuði 2006. Vísitalan lækkaði um 0,7 stig í Bandaríkjunum í desember og var 1,8 stigi lægri en fyrir ári. Á evrusvæðinu lækkaði hún um 0,4 stig í mánuðinum og var 2,2 stigum lægri en ári áður. Í Japan hækkaði hún hins vegar um 0,8 stig í desember, en var engu að síður 4,5 stigum lægri en í desember 2006.