Fjöldi erlendra ferðamanna hefur ávallt náð hámarki sínu í ágæut og eru líkur á að met verði slegið í þessum mánuði.

Þetta segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni dagsins.

Í Morgunkorninu segir að á fyrstu sjö mánuðum ársins námu brottfarir erlendra ferðamanna 357 þúsund og hafi þeim fjölgað um 17,2% frá sama tímai í fyrra. Þar er bent á að fjöldi erlendra gesta í ágúst hafi mest farið upp í tæp 102 þúsund í fyrra. Miðað við að erlendir gestir hafi verið 112 þúsund í júlí og að þróunin verði með líkum hætti og hún hafi verið á milli júlí og ágúst síðustu ár, megi ætla að erlendir ferðamenn hafi verið á bilinu 115-120 þúsund hér á landi í ágúst. Gangi það eftir hafa erlendir ferðamenn aldrei verið fleiri hér á landi.