Bankar á Kýpur verða lokaðir fram á fimmtudag. Ríkisstjórn landsins þarf meiri tíma til að koma áformum sínum um bankaskatt og björgun bankakerfisins í landinu. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Bankar áttu að opna í fyrramálið en bankastarfsmenn voru í fríi í dag. Ljóst er að áframhaldandi lokun banka er ekki til að róa innlánseigendur og eru því líkur á bankaáhlaupi áfram miklar.

Yfir þriðjungur innistæðueigenda, ef litið er til fjárhæðar, eru erlendir aðilar. Ljóst er að stór hluti þeirra eru rússneskir enda hefur forseti Rússlands gagnrýnt aðferðirnar við bankabjörgunina eins og fram kom fyrr í dag .

Ríkisstjórninni hefur gengið erfiðlega að fá breiðan stuðning við skatti á innistæður eins og greint var frá í dag . Ríkisfjölmiðilinn á Kýpur greindi frá því fyrr í dag að til greina komi að leggja skattinn ekki á innistæður undir 20 þúsund evrum.