Líkur eru á því að ríkissjóður leggi Nýja Landsbankanum til 140 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að bankinn verði áfram í eigu ríkisins. Þetta klemur fram í fréttatilkynningu um samkomulag bankanna.

Þar kemur fram að verulegur árangur hefur náðst í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans. Samsetning kröfuhafahóps hans er töluvert frábrugðin því sem er í hinum bönkunum vegna vægis opinberra aðila. Því eru forsendur aðrar í þeim viðræðum segir í tilkynningu.

Samið hefur verið um hvernig framhaldi viðræðna verður háttað; að greiðsla fyrir þær eignir sem færðar voru á milli bankanna verði innt af hendi eigi síðar en 31. júlí, og að endurfjármögnun bankans fari fram 14. ágúst.