Atvinnuleysi mældist 7,4% í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Tölurnar sem breska hagstofan birti í dag eru betri en vænst var en almennt hafði verið gert ráð fyrir 7,6% atvinnuleysi á tímabilinu. Atvinnuleysi var áður 7,7%. Tölurnar nú jafngilda því að tæplega 2,4 milljónir manna mæli göturnar í Bretlandi. Staðan hefur ekki verið betri í fjögur og hálft ár, að því er fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Telegraph . Blaðið segir stöðuna það góða á vinnumarkaði að hún auki líkurnar á að Englandsbanki hækki stýrivexti á nýjan leik.

Stýrivextir hafa staðið í 0,5% um langt skeið og hefur Mark Carney, sem fyrr á árinu settist í stól seðlabankastjóra á eftir Mervyn King, að breyting verði ekki gerð á vaxtastigi fyrr en atvinnuleysi fari undir 7%.