Líkur eru á að samdráttarskeið sé framundan og hafa þær ekki verið meiri frá árinu 2007. Þetta kemur fram í leiðandi hagvísi Analytica, sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar kemur líka fram að búist er við því að lítill hagvöxtur verði á árinu 2013, eða 1-2%.

Hagvísirinn, sem er vísitala, lækkaði í ágúst. Það var fjórði mánuður lækkunnar í röð og er útlit fyrir að umsvif minnki næstu mánuði.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að spáin samræmist því sem samtökin óttast að hafi verið að gerast.