Töluverðar líkur eru á meiri þoku í sumar en oft áður. Áber­andi er hvað sjórinn er töluvert hlýrri en síðustu tólf til fimm­tán árin þegar langtímaspá er skoðuð. Ef sjórinn er hlýr þá er von á þokusömu sumri og þá aðallega við strendur en þokan gæti komið upp á land ef vind­ ur stendur af hafi eða ef veður er rólegt.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt þessari sömu langtímaspá er von á að júní, júlí og ágúst verði jafn hlýir eða hlýrri en að meðaltali og úrkoma sennilega svipuð og síðustu sumur.

Veðrið framundan á að vera svipað og það hefur verið en næstu tíu daga er spáð suðlægum áttum sem þýðir blautt veður á Suður­ og Vesturlandi en áfram þurrt og hlýtt á Norður­ og Austurlandi.