Líkur á þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa aukist, nú þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið. Samkvæmt hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ræddust formenn flokkanna við í gær, en málamiðlanir verða nú óhjákvæmilegar, ef stýra á landinu frá stjórnarkreppu.

Formenn flokkanna hafa ekki viljað gefa mikið upp varðandi þessar þreifingar. Vinstri grænir og Samfylkingin hafa ekki átt í formlegum viðræðum um helgina.

Guðni Th. forseti Íslands hefur lagt áherslu á að flokkarnir sýni ábyrgð og reyni að mynda ríkisstjórn. Ekki er víst hver fái stjórnarmyndunarumboðið næst.