Líkurnar voru ekki Portúgölum í hag í lokaleik Evrópumeistaramótsins sem haldinn var í gærkvöldi. Spáðu veðmálafyrirtækin Frakklandi sigur, svo þeir sem veðjuðu á Portúgalskan sigur stóðu eftir með veglegan ábata.

Nálega þreföldun á veðjuðu fé

Ef Frakkland hefði unnið í leiknum, sem endaði með 1 marki Portúgala gegn engu í framlengdum leik, þá hefðu þeir sem veðjuðu á Frakkland tvöfaldað það fé sem þeir veðjuðu. Voru líkurnar sem flest veðmálafyrirtækin settu á Frakkland svokallað Evens eða jafnt veð, sem skrifað er á veðmálasíður oft sem 2.00 eða 1/1.

Portúgal hins vegar var áltið ólíklegra til að sigra og hefði veð á þá gefið 15/4 eða 4,75 földun á veðmál á þá, það er ef þeir hefðu unnið á venjulegum leiktíma.

Hins vegar þar sem það var jafntefli þá hefði þurft að veðja á það og þá fengist 11/5 eða 3,2 földun á fé veðjuðu á það.

Þeir sem veðjuðu á að Portúgal myndi samt bera endanlega sigurinn á hólmi, sama hvernig hafa fengið fé sitt nálega þrefaldað með líkunum 15/8 eða 2,88 földun á veðjuðu fé.