Síldarvinnslan hf. var rekin með 302 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2004. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, er 1.299 milljónir króna eða 27,6% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1.063 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 679 milljónum króna.

Í tilkynningu til Kauphallar segir að rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu hafi numið 4.700 milljónum króna en rekstrargjöld 3.401 milljónum króna.: "Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.299 milljónum króna, eða sem svarar til 27,6% af rekstrartekjum. Afskriftir samstæðunnar námu samtals 583 milljónum króna en fjármagnsliðir nettó námu 230 milljónum króna, hlutdeild í tapi hlutdeildarfélaga nam 119 milljónum króna og hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga nam 6 milljónum króna.

Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 368 milljónum króna. Reiknaðir skattar námu 72 milljón króna og er hagnaður tímabilsins eftir skatta þannig 302 milljón króna. Veltufé frá rekstri hjá samstæðunni nam 1.063 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 679 milljónum króna.

Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar í júnílok 2004 voru bókfærðar á 18.750 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu hins vegar 13.532 milljónum króna, hlutdeild minnihluta í eigin fé nam 404 milljónum króna og var bókfært eigið fé samstæðunnar í júnílok 4.815 milljónir króna. Í júnílok 2004 var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 25,6% og veltufjárhlutfallið 1,30."