*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Fólk 23. ágúst 2012 08:06

Lilja Mósesdóttir verður ekki formaður Samstöðu

Segist með þessu axla ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lilja Mósesdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í embætti formanns Samstöðu á landsfundi flokksins í október. Hún segir í yfirlýsingu sinni um málið þannig axla ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuði. Lilja ætlar samt sem áður að halda áfram í flokknum. Hún segist nú ætla að einbeita sér að störfum sínum á Alþingi.

Lilja segir í yfirlýsingunni að margar ástæður séu að baki þessari ákvörðun. Helsti beri þó að nefna mikinn aðstöðumun milli stjórnmálaflokka hvað varðar fjárframlög úr ríkissjóði og aðgengi að fjölmiðlum .