Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 9. janúar sl. Menntamálaráðuneyti bárust 10 umsóknir um stöðuna.

Umsækjendur eru:

  • Berglind Axelsdóttir, íslenskukennari,
  • Daníel Arason, kennari,
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, kennari,
  • Hreinn Þorkelsson, enskukennari,
  • Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,
  • Kristín Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og kennari,
  • Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri,
  • Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur,
  • Pétur V. Georgsson, framhaldsskólakennari
  • og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, forstöðumaður.