Lilja Hilmarsdóttir hefur bæst við starfsmannahóp Ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða. Lilja hefur verið ráðin verkefnastjóri í hópadeild en hún hefur um árabil starfað sem fararstjóri víða um lönd að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Auk þess að sérhæfa sig einkum í þýskumælandi löndum hefur hún meðal annars starfað á Kúbu, í Indlandi, Malasíu og Taílandi. Hjá Gaman Ferðum mun hún sjá um að skipuleggja ferðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum, ýmist með eða án fararstjóra.

Síðustu ár hefur Lilja starfað hjá WOW Travel en hún vann á sínum tíma hjá Samvinnuferðum Landsýn og Express Ferðum.

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir var stofnuð árið 2012. WOW air keypti helmingshlut í félaginu í apríl 2015 en Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon en þeir eiga hinn helminginn í félaginu á móti WOW air.