Lilja Mósesdóttir þingmaður hefur óskað eftir fundi með Seðlabankastjóra til að ræða veitingu undanþága frá gjaldeyrishöftum. Í skeyti til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjölmiðla segist hún óttast að hafið sé afnámsferli sem felist í að losa út snjóhengjuna svokölluðu á kostnað skattgreiðanda. Hún vísar í frétt Morgunblaðsins frá því í dag um heimild sem Seðlabankinn veitti Deutsche Bank og einum öðrum stórum erlendum aðila til þess að skipta krónum í gjaldeyri.

„Ég óska m.a. eftir upplýsingum um verklagsreglur og skiptigengi í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði sem veitt hefur verið undanþága fyrir á þessu ári,“ segir Lilja.