Undirritaður hefur verið samningur við Trésmiðjuna Rein ehf. í Reykjahreppi þar sem Límtré Vírnet mun hafa umsjón með hönnun og efnissölu í tvö hús fyrir Sorpsamlag Þingeyinga. Um er að ræða stálgrindarhús frá Llentab í Svíþjóð. Húsin tvö verða samtengd. Verkfræðistofa Norðurlands sá um útboðið á verkinu.

Móttöku- og brennsluhúsið er 997 fermetrar að flatarmáli en geymsluhúsið er 805 fermetrar að flatarmáli. Tengibyggingin á milli húsanna verður 43,2 fermetrar. Veggir og þök verða klædd með aluzinki. Iðnaðarhurðir koma frá Lindab sem og rennur og niðurföll.