Landsbankinn mun setja fyrirtækið Límtré Vírnet ehf. í opið söluferli. Félagið verður auglýst í lok þessa mánaðar og vonast bankinn til að nýir eigendur taki við á þessu ári.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að rekstrarfélag sem bankinn stofnaði tók við rekstri félagsins þann 25. maí síðastliðinn af þrotabúi BM Vallár. Þá lýsti bankinn því yfir að hann hygðist selja reksturinn innan 6 mánaða.

Límtré Vírnet framleiðir og þjónustar fyrir byggingariðnað innanlands og einnig selt hluta af framleiðsluvörum sínum í Færeyjum. Aðalstöðvar félagsins eru í Borgarnesi og þar eru framleiddar klæðningar, áfellur og Saumur. Auk þess er þar blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði.

Framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins er Stefán Logi Haraldsson, sem áður var aðstoðarforstjóri BM Vallár og þar áður framkvæmdastjóri Límtré Vírnets ehf.