Lánasjóður íslenskra námsmanna skilaði 8,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári en án 7,3 milljarða króna framlag ríkissjóðs var hagnaðurinn 1.319 milljónir króna. Þetta kemur fram í heildaryfirliti ríkisreiknings fyrir árið 2009.

Langstærstur hluti eigna LÍN lá í 118 milljarða króna útlánasafni en heildarskuldir voru 60 milljarðar. Eigið fé var 61,4 milljarðar og eiginfjárhlutfall því yfir 50%. Samkvæmt fjárlögum 2010 er áætlað að framlag ríkissjóðs til LÍN verði um 9,2 milljarðar króna á þessu ári og hagnaður sjóðsins verði 8,9 milljarðar sem dugar til þess að viðhalda eiginfjárstöðu sjóðsins og standa undir framtíðarskuldbindingum hans.