Lindarhvoll ehf., sem annast sölu á eignum ríkissjóðs, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem að kemur fram að Lindarhvoll, sem hafði auglýst sölu í opnu söluferli eignarhluti og tengdar kröfur í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf. og Gamla Byr.

Lindarhvoll samþykkti hæsta tilboð í Gltini Holdco, en það átti Lowy Primary Investments Ltd. Hæsta tilboðið í Klakka ehf. átti BLM fjárfestingar.

Hins vegar bárust engin tilboð í Gamla Byr Eignarhaldsfélag. Félagið Lindarhvoll, sem er að fullu í eigu ríkissjóðs, hefur það hlutverk að annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja