Viðtökur við opnun Lindex á Íslandi hafa gengið vonum framar og er um að ræða stærstu opnun frá upphafi í 60 ára sögu Lindex tískuvörukeðjunnar. Á þremur dögum hefur þriggja vikna lager og stærsti hluti vara í verslun tæmst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Lindex á Íslandi en sem kunnugt er opnaði alþjóðlega fatakeðjan verslun í Smáralind sl. laugardag.

Í tilkynningunni kemur fram að rúmlega 10 þúsund manns hafi lagt leið sína í verslunina sem jafngildir um 5 manns á hverri mínútu sem opið hefur verið.

„Það er rétt að þakka öllum þeim viðskiptavinum sem hafa heimsótt okkur þessa fyrstu 3 daga fyrir móttökurnar en raunsala varð 5 sinnum meiri en áætlað var,“ segir í tilkynningunni.

„Unnið er að því dag og nótt að fá sendingar með hraði til landsins en ljóst er að þær ná ekki að halda í við þær þúsundir viðskiptavina sem heimsækja verslunina hvern dag. Af ofangreindum ástæðum reynist nauðsynlegt að loka versluninni út vikuna...“