Í dag hefjast framkvæmdir við fyrstu verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verður gerð skil að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Lindex.

Þrátt fyrir að hafa starfað á Íslandi í hartnær 6 ár hefur fyrirtækið ekki haslað sér völl í miðbænum, þar til nú.  Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7. Einnig verður til boða snyrtivörulína Lindex ásamt aukahlutum.

„Við höfum um árabil skoðað ólíkar staðsetningar þar sem við eigum tækifæri til að bjóða gestum miðbæjarins upp á okkar tískuupplifun og erum einstaklega þakklát fyrir hversu vel hefur tekist í að finna stað fyrir þennan mikilvæga hluta okkar vörulínu," segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Lindex hóf göngu sína sem undirfatafyrirtæki þar sem það var stofnað sem slíkt árið 1954 í Allingsås í Svíþjóð.