*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 12. nóvember 2011 15:36

Lindex opnar með stæl

Mikið af fólki hefur lagt leið sína í nýopnaða verslun Lindex í Smáralind og hefur verið hleypt inn í hollum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lindex hefur opnað fyrstu sænsku tískuvöruverslunina á Íslandi í Smáralind og er verslunin 450 fermetrar. Verslunin er rekin gegnum umboðssamning af Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon. Lindex býður konum upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga. Þessi opnun er hluti af alþjóðlegri stækkun fyrirtækisins en Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með yfir 430 verslanir í 14 löndum.

" Að opna nú verslun á Íslandi er spennandi hluti af okkar stækkunaráformum og gefur okkar viðskiptavinum tækifæri til að upplifa tískuupplifun á heimsmælikvarða. Lindex tísku hefur verið tekið mjög vel meðal okkar viðskiptavina á okkar nýju mörkuðum, sem gefur okkur tækifæri til að halda áfram að vaxa, segir Göran Bille, forstjóri Lindex í fréttatilkynningu frá Lindex.

"Móttökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar," er haft eftir Alberti Þór Magnússyni og Lóu Kristjánsdóttur, umboðsaðilum Lindex á Íslandi.

Stikkorð: Lindex Smáralind