Sænska fatakeðjan Lindex er orðin sú fataverslun sem flestir Íslendingar versla við ef marka má nýja rannsókn meðal notenda Meniga. Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, segir að um talsverð tíðindi sé að ræða þar sem H&M hafi hingað til verið sú fataverslun sem hafi haft stærsta viðskiptavinahópinn.

Frá apríl og fram í júní versluðu 34 prósent úrtaks Meniga hjá Lindex einu sinni eða oftar. H&M var næstvinsælasta verslunin en hana heimsóttu 25 prósent úrtaksins. Rannsóknin náði til 18 þúsund manns.