Samfélagsmiðillinn Linkedln hefur keypt fréttasafnaforritið Pulse. Kaupverðið nemur 90 milljónum dala, jafnvirði hvorki meira né minna en tæpra 10,7 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun netmiðilsins TechCrunch að greiðslan samanstandi af hlutabréfum og reiðufé. Netmiðillinn segir kaupin lið Linkedln í því að stækka.

Notendur Pulse geta látið forritið safna saman fréttum frá ákveðnum miðlum og ráða þeir hvaðan fréttirnar koma. Forritið er bæði til fyrir stýrikerfi tækja frá Apple og tæki sem keyra á Android-stýrikerfinu frá Google. TechCrunch segir notendurna 30 milljón talsins.