Mikið er rætt um það í Bretlandi þessa dagana, hvort tímabært sé að breyta tekjugrunni ríkisútvarpsins BBC frá afnotagjöldum í áskriftargjald, en þá er meðal annars vísað til gerbreytts neyslumynsturs á sjónvarpsmarkaði. Þegar rýnt er í tölfræðina vaknar þó kannski frekar spurningin hvort dagar línulegs sjónvarpsáhorfs séu ekki einfaldlega taldir.

Að ofan sést vel hvernig ungt fullorðið fólk í Bretlandi hefur að mestu leyti snúið sér að streymisþjónustum, svo að bresku stöðvarnar (og hluti þessa áhorfs þeirra er streymdur) eru einfaldlega í 2. flokki við hlið Youtube og Netflix.

Því verður tæpast snúið við.