Slökkviliðsstarfið á fjármálamörkuðum er hafið af krafti beggja vegna Atlantsála.

Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa tilkynnt um viðamiklar aðgerðir sem er ætlað að blása lífi í millibankamarkaði að nýju og endurfjármagna fjárvana banka- og fjármálafyrirtæki.

Í stuttu máli má segja að helstu seðlabankar heims hafi lofað fjármálastofnunum óendanlegu aðgengi að evrum og Bandaríkjadölum til skemmri tíma svo að afstýra megi enn frekara hruni á fjármálamörkuðum.

Auk þess hafa stöku ríki í Evrópu endurfjármagnað banka gegn því að taka hlutabréf í þeim, tryggt skuldbindingar þeirra með einum og öðrum hætti og gripið til víðtækra aðgerða til þess að endurreisa traust á mörkuðum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .