Flugfélagið Lion Air frá Indónesíu staðfesti í morgun pöntun í 234 Airbus A320 vélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus.

Þetta er í fyrsta sinn sem Lion Air pantar Airbus vélar en þetta er jafnframt stærsta einstaka pöntun sem Airbus hefur fengið í sögunni. Pöntunin samanstendur af 60 A320-vélum, 109 A320neo og 65 A321neo. Listaverð pöntunarinnar er um 22,3 milljarðar Bandaríkjadala.

Í tilkynningu frá Airbus kemur fram að skrifað hafi veri undir samninginn við hátíðlega athöfn í Elysée-forsetahöllinni í París að viðstöddum François Holland, Frakklandsforseta. Það voru Rusdi Kirana, stofnandi Lion Air, og Fabrice Brégier, forstjóri Airbus, sem skrifuðu undir samninginn. Flugfélagið mun velja og tilkynna síðar um val sitt á hreyflum vélanna.

Búið er að afhenda um 5.400 A320 vélar en um 9.400 vélar hafa verið pantað. Þetta er mest selda vél Airbus frá upphafi.

Flugfloti Lion Air samanstendur í dag af 67 Boeing 737-900ER vélum, 15 Boeing 737-800, fimm 737-400 og tveimur 737-300. Þá á félagið tvær Boeing 747-400 vélar. Félagið á hins vegar pantaðar 201 Boieng 737 MAX9 vélar og 90 Boeing 737-900ER vélar. Alls á félagið nú pantaðar um 540 vélar en greinendur í flugheiminum gera ráð fyrir því að félagið muni hætta við einherjar af pöntunum sínum hjá Boeing.

Tölvugerð mynd af Airbus A320 í litum Lion Air. Mynd: Airbus
Tölvugerð mynd af Airbus A320 í litum Lion Air. Mynd: Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A320 í litum Lion Air. Mynd: Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus
Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus
Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A321 í litum Lion Air. Mynd: Airbus