Kvikmyndaframleiðandinn Lions Gate hefur boðið keppinauti sínum Metro-Goldwyn-Mayer Studios (MGM) að sameinast félaginu.

Fjárfestirinn Carl lcach er samþykkur samrunanum en hann hefur hagsmuni að gæta í báðum fyrirtækjunum.

MGM fór í síðustu viku fram á greiðslustöðvun en skuldir félagsins nema um fjórum milljörðum dala.

Lions Gate sendi í dag MGM tilboð um samruna. Sameinað félag yrði í eigu núverandi hluthafa Lions Gate og kröfuhafa MGM. Í frétt Los Angeles Times um málið segir að ekki væri búið að ákveða frekari skilyrði fyrir samruna.

Kröfuhafar MGM myndu líklegast eignast um 55% í nýju félagi.