*

föstudagur, 28. janúar 2022
Erlent 23. nóvember 2021 18:05

Líran hrapar við stríðs­yfir­lýsingu Erdogan

Tyrkneska líran féll um allt að 15% í viðskiptum dagsins eftir að Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir „efnahagslegu frelsisstríði“.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
european pressphoto agency

Tyrkneska líran hefur fallið um meira en 10% í viðskiptum dagsins eftir að Erdogan hrósaði nýlegum stýrivaxtalækkunum og lýsti yfir „efnahagslegu frelsisstríði“. Um er að ræða næstversta dag í sögu lírunnar.

Virði tyrkneska gjaldmiðilsins á móti bandaríska dollaranum hefur fallið um fjórðung frá byrjun síðustu viku og meira en 40% í ár. Líran hefur aldrei verið jafn veik gagnvart dollarnum áður.

Erdogan hefur sett þrýsting á tyrkneska seðlabankinn að lækka stýrivexti en hann heldur því fram að slík aðgerð myndi örva útflutning, fjárfestingu og atvinnu þrátt fyrir að verðbólgan í Tyrklandi mældist 19,9% í október.

Tyrknesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við gengislækkun dagsins en heimildarmenn Reuters segja þó að Erdogan hafi fundað með Sahap Kavcioglu seðlabankastjóra á fund í dag. Semih Tumen, fyrrum aðstoðarseðlabankastjóri, sem var látinn fara í síðasta mánuði, kallaði opinberlega eftir því að seðlabankinn myndi aftur taka upp fyrri stefnu til að vernda gengi lírunnar.

Tyrkneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 16% í 15% á fimmtudaginn síðasta og hefur nú lækkað vexti um 400 punkta frá lok septembermánaðar.

„Þetta er eins og hryllingsmynd,“ hefur Financial Times eftir greinanda hjá tyrkneska fjárfestingafélaginu Tera Investment. Hann taldi erfitt að segja til um hversu mikið þróunina á gengi lírunnar í ljósi þess að stjórnvöld virðast einfaldlega ekki ætla að bregðast við ástandinu. 

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, tísti um málið í dag.