Lísa Björk Óskarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Provision. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Lísa Björk útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst árið 1996 og sótti fjarnám til B.S. í viðskiptafræði við sama skóla. Hún hefur mikla reynslu á sviði markaðs-, sölu- og fjármála.

Hún starfaði á fyrirtækjasviði Tæknivals sem söluráðgjafi til ársins 2000, sem fjármála- og þjónustustjóri IKEA til ársins 2002 en tók þá við sem markaðs- og vefstjóri IKEA til ársins 2006. Þá söðlaði hún um og varð markaðsstjóri Ísam (Íslensk-Ameríska) til ársins 2008 og sem rekstrarstjóri sérvörudeildar Ísam til ársins 2016.

Lísa Björk kemur til með að hafa yfirumsjón með opnun nýrrar verslunar Eyesland að Grandagarði 13. Provision er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vörum sem stuðla að augnheilbrigði og rekur t.a.m. gleraugnaverslunina Eyesland í Glæsibæ.