Lísbet Einarsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsafls en hún hefur yfir 15 ára reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði mannauðs- og starfsmenntamála.

Frá því árið 2010 hefur hún starfað sem forstöðumaður fræðslumála hjá SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu, einu af aðilarsamtökum Samtaka Atvinnulífsins, en áður sem ráðgjafi, fyrirlesari og mannauðsstjóri. Lísbet er með BA gráðu í félags- og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.

Starfsafl-starfsmennt er sjóður sem ætlaður er til að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja og er hann í eigu SA og Eflingar-stéttarfélags, Verðalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.