,,Mér líst afar illa á hækkun stýravaxta Seðlabankans og tel að hækkunin muni hafa lítil sem engin áhrif á verðbólguna til lengri tíma litið,” sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við vb.is.

,,Ég lít svo á að stýrivextir sé bitlaust vopn í baráttunni við verðbólguna og að allur ávinningur með hækkun gengisins gangi fljótt tilbaka. Gengið kemur til með að hækka tímabundið til óþurftar fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinarnar. Sveiflur á gengi valda alltaf óróa og hugsanlegt að menn hætti að taka mark á genginu sé stýrivöxtunum misbeitt eins klárlega og nú til að knýja fram gengishækkun,” sagði Vilhjálmur.