Verk sem Hrafnkell  Sigurðsson málaði á staðnum seldist á 2.5 milljónir á uppboði hjá Krabbameinsfélagi Íslands um síðustu helgi. Uppboðið á verki Hrafnkels hófst í 370 þúsund krónum en svo virðist sem margir hafi haft áhuga á verkinu því að lokum var málverkið slegið Exista fyrir 2.3 milljónir.

Alls voru boðin upp átta verk eftir sjö listamenn á uppboðinu, m.a. eftir Eggert Pétursson og Sigurð Guðmundsson. Allur ágóði, rétt rúmar 10 milljónir króna,  rann til Krabbameinsfélags Íslands.