Borgin Detroit var lýst gjaldþroti fyrir stuttu, en það er stærsta gjaldþrot sem nokkur bandarísk borg hefur gengið í gegnum. Margar eignir hennar munu ganga upp í skuldir þar á meðal hugsanlega safneign stærsta listasafns borgarinnar, Detroit Institute of Art.

Hluti safneignarinnar verður verðmetinn af uppboðshúsi Christie’s á næstu dögum, þrátt fyrir mikla andstöðu við söluna. Ljóst er þó að jafnvel þótt öll safneignin verði seld þá mun hún varla ná að greiða langtímaskuldir borgarinnar sem nema líklega yfir fjórtán milljörðum Bandaríkjadollara.