Heildarvelta með íslenska myndlist á uppboðsmarkaði á árunum 1985 til 2011 er rúmlega 3,6 milljarðar króna, á verðlagi ársins 2011.

Á þessu tímabili voru boðin upp rúmlega 17.600 listaverk. Eftir rólegt ár 2010 jókst veltan um 70% í fyrra. Árið í fyrra var þriðja veltumesta árið á tímabilinu, veltan var eingöngu meiri á árunum 2007 og 2008.

Tölurnar um veltu ná eingöngu til verka sem seld eru á listagalleríum. Þar sem verulegur hluti verka er seldur utan þeirra er erfitt að áætla hver heildarvelta markaðarins er.

Kippur á síðasta fjórðungi

Áætlað er að sala í galleríum og á sýningum hafi numið um 220 milljónum í fyrra. Á uppboðum seldist fyrir um 250 milljónir og selt var fyrir um 220 milljónir á vinnustofum. Þá nam sala erlendis nærri 80 milljónum króna og annars staðar um 114 milljónum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.