Forbes tímaritið birti í gær lista yfir áhrifamestu konur heim.  Athygli vekur að margar konur á listanum eru úr fjölmiðla og listageiranum.  Áhrifamesta kona í heimi að mati Forbes er Michelle Obama, forsetafrú.  Í öðru sæti er Irene Rosenfeld, forstjóri Kraft Foods, sem er stærsta matar og drykkjarframleiðandinn með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.  Oprah Winfrey þáttastjórnandi en hún var talin hafa verið efnaðasti bandaríkjamaðurinná 20. öldinni, af afrískum uppruna .

Angela Merkel kanslari Þýskalands er nú í fjórða sæti en var í efsta sæti fyrir ári síðan.

Listinn yfir 10. áhrifamestu konur heims:

  1. Michelle Obama - Forsetafrú, US
  2. Irene Rosenfeld - Forstjóri, Kraft Foods, US
  3. Oprah Winfrey - Þáttastjórnandi, US
  4. Angela Merke l - Kanslari, Þýskaland
  5. Hillary Clinton - Utanríkisráðherra, US
  6. Indra Nooyi - Forstjóri, PepsiCo, US
  7. Lady Gaga - Söngkona, US
  8. Gail Kelly - Forstjóri, Westpac, Ástralía
  9. Beyoncé Knowles - Söngkona, US
  10. Ellen DeGeneres - Þáttastjórnandi, US