Gasfyrirtækið Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, er sakað af ríkisstjórn Litháen að ofrukka fyrir selt gas. Forsætisráðherra Litháen sagði að viðræður hafi átt sér stað milli ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna fyrirtækisins um lækkun á gasverði en þær hafi ekki borið árangur.

Um 25% af öllu innfluttu gasi í Evrópu er frá Rússlandi. Mörg lönd treysta einvörðungu á innflutning á gass frá Rússlandi. Mörg þessara landa eru bundin langtímasamningum við Gazprom sem er í eigu rússneska ríkisins.

Evrópusambandið hefur áhyggjur af því að Gazprom sé að misnota markaðsráðandi stöðu sína og hefur hafið rannsókn á hinum ýmsu viðskiptum fyrirtæksins.