*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 28. maí 2018 15:05

Litháen verður 36. OECD-ríkið

Litháen fær aðild að alþjóðlegu efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

Ritstjórn
Dalia Grybauskaite, forseti Litháen.

Seinna í vikunni mun forseti Litháen, Dalia Grybauskaite, undirrita samkomulag um aðild landsins að efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Litháen mun því verða 36. OECD-ríkið.

Stjórnvöld í Litháen binda vonir við að aðildin muni laða erlenda fjárfestingu að landinu. Eftir að umsókn var lögð var ráðist í umbætur á stjórnunarháttum og ráðstafanir voru gerðar til að sporna gegn spillingu. 

Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Litháen verði 3,4% á þessu ári og hefur efnahagur landsins batnað undanfarin ár.