Aðeins fimm byggingalóðir hafa selst í Tallinn, höfuðborg Eistlands það sem af er þessu ári, að því fram kemur hjá fréttavefnum BBS, og er vitnað í upplýsingar frá þeirri ríkisstofnun sem fer með lóðamál.

Til samanburðar seldust 90 byggingalóðir í Tallinn fyrstu tvo mánuði ársins 2006 og 100 fyrstu tvo mánuði ársins 2005. Einnig hefur fjöldi kaup- og sölusamninga á fasteignum minnkað um helming á tímabilinu.

Í fyrra fækkaði fasteignasamningum um 24% og samningum vegna lóðasölu fækkaði um 51% í fyrra frá árinu 2006. Þessi kólnun hófst upp um mitt árið í fyrra en fasteignaverð í Eistlandi hækkaði um rúm 20% frá miðju ári 2006 til miðs árs 2007.