Óverulegar eignir fundust í þrotabúi AB-200 ehf. sem var skel utan um hlutabréf í Kraftvélum, Kraftvélaleigunnni, KFD í Danmörku og fasteignir hérlendis og í Danmörku.

Lýstar kröfur í búið námu tæpum 900 milljónum króna en Landsbankinn var langstærsti kröfuhafinn. Tap samstæðunnar nam 2,4 milljörðum króna árið 2008 og var eigið fé hennar neikvætt um tæpa 1,8 milljarða í lok þess árs. Skiptum á Kraftvélum sjálfum, þ.e. AB-257 ehf., er ólokið að sögn Jóns Ármanns Guðjónssonar, skiptastjóra beggja félaga. Eitt af því sem flækir þau skipti eru gengisdómamálin en Kraftvélar voru með fjármögnunarsamninga um tæki og fasteignir í erlendum myntum.

Kröfum upp á tæpa 2,5 milljarða króna hefur verið lýst í bú Kraftvéla og þar er Landsbankinn einnig stærsti kröfuhafinn.