Cameron forsætisráðherra Bretlands hyggst segja af sér á fundi með Elísabetu Bretadrottningu seinna í dag.

Mun Theresa May, nýr leiðtogi Íhaldsflokksins taka við embættinu, en Cameron sagði af sér í kjölfar úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu.

Upphaflega ætlaði hann að sitja fram á haust, en þegar Andrea Leadsom, eini keppinautur May um leiðtogaembættið dró framboð sitt til baka, varð Theresa May sjálfkjörin og ákveðið að flýta valdaskiptunum. Cameron hét því í kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar að þetta yrði síðasta kjörtímabil sitt.

Á fyrirspurnarfundi í breska þinginu í morgun gerði hann grín að rólegheitunum hjá sér eins og sjá má á myndbandi ef smellt er hér .