Lítið er að gerast á fasteignamarkaði og ekki vísbendingar um að miklar umbreytingar á honum á næstunni þrátt fyrir mikla umræðu. Hagfræðideild Landsbankans segir í Hagsjá sinni í dag að í góðum vikum komi fréttir um mikið fjör á markaðnum en að sveiflur séu milar og minna látið af lítilli veltu.

Hagfræðideildin segir: „Sé litið á veltuna á höfuðborgarsvæðinu sést að hún er mjög sveiflukennd. Það sem af er árinu hefur velta verið allt frá um 80 viðskiptum á viku upp í rúmlega 130. Séu sveiflurnar teknar út og litið á 52 vikna hlaupandi meðaltal sést að þróunin hefur verið lítillega upp á við á árinu, sérstaklega fyrstu vikurnar. Meðalvelta með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu eru 106 eignir á viku. Það er eilítið meira en var á árinu 2012 þegar að meðaltali voru seldar 102 eignir á viku.“

Hagfræðideildin heldur áfram og bendir m.a. á að á árunum 2003 til 2007 voru að meðaltali seldar 176 eignir á viku, en frá 2008 fram á daginn í dag 76 eignir á viku. Meðaltal alls tímabilsins er 122 eignir á viku. Meðalveltan það sem af er þessu ári er 106 eignir á viku, sem er um 87% af meðalsölu síðustu 10 ára, en einungis um 60% af veltunni á árunum 2003-2007.

Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans