Um 76% greiddust upp í 513 þúsunda króna forgangskröfur í þrotabú Nordic Sea ehf. Alls námu lýstar kröfur um 411 milljónum og fékkst ekkert upp í almennar kröfur.

Nordic Sea var í eigu fjárfestingarfélagsins Nordic Partners og var stofnað í kringum rekstur verslananna Fiskisögu og Gallerí kjöts á árinu 2005. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2010.

Þegar best lét voru verslanir Fiskisögu á annan tug. Einnig keypti félagið Ostabúðina á Bitruhálsi í Reykjavík og Mjólkurbúðina á Selfossi.