Innflutningur á lambakjöti frá 1. júlí í fyrra fram til marsloka á þessu ári hefur einungis verið 1,4 tonn af 50 tonna tollkvóta sem var úthlutað í júlí í fyrra. Fyrirtækið íslensk matvara ehf. sótti um kvótann í fyrra en getur fram til loka júní á þessu ári flutt inn kjöt á grundvelli kvótans. Hingað til hafa eingöngu verið flutt inn frystir lambahryggvöðvar (file) frá Nýja-Sjálandi.

Samkvæmt innflutningsskýrslum var meðalverð á kjötinu 3.075 krónur á kílóið þegar það hafði verið flutt til Íslands. (CIF verð). Við það bætist tollur sem er 731 krónur á kílóið.