Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0.05% í dag og endaði í 1,838 stigum. Markaðurinn hefur hækkað um 40.20% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Reita um 0.29% í 233 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga hækkaði um 0.23% í viðskiptum sem hljóðuðu upp á rúmlega 219 milljónir króna. Einnig hækkaði gengi bréfa HB Granda um 0,93% í 147 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 0.29% í 666 milljón króna viðskiptum. Þar á eftir situr VÍS, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 0.43% í viðskiptum upp á 170 milljónum króna. Gengi bréfa Össurar lækkaði einnig um 7.01%, en aðeins í 2,7 milljón króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 1,87 milljarður króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 12 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 1,7 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 8,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 5,3 milljarða viðskiptum.